Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Sunday, October 30, 2005

 
Fréttaþulur Interfax hættir störfum

Marcus Ebagum, einn af fréttaþulum ríkisútvarpsins Interfax, hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Ebagum hefur einhverja lengstu reynslu fréttaþular Interfax. Hann hóf þar störf árið 1976 og hefur lesið fréttir í fréttaþættinum Wa mashambulio yaliyotekelezwa na wapiganaji waliojihami kwa silahaá stöðinni síðan árið 1999, en þátturinn hefur notið gríðarlegra vinsælda, einkum fyrir hárbeitta stjórnmálagagnrýni.

Ebagum, sem er 62 ára, sagði í samtali við breska dagblaðið Schniztel Telegraph, að hann langi til að gera aðra hluti en að lesa fréttir á meðan hann hafi áhuga og orku til. Hann muni hins vegar ekki sakna ríkisútvarpsins.

Í kveðjuskyni afthentu samstarfsmenn Ebagum honum styttu af honum að störfum (sjá mynd), en Ebagum var gjarn á að fitla við sig þegar hann ræddi við menn, auk þess sem hann var haldinn strípihneigð (e. exhibitionisma) á háu stigi og tók inn geðlyf vegna hneigðar sinnar.

Wednesday, October 26, 2005

 
Forseti Zimsenbabwe vill „þurrka Maldaví af yfirborði jarðar“

Salva Kiir, forseti Zimsenbabwe, telur að árásir Guðs á Maldaví og Mormónskar byggðir þar muni á endanum leiða til þess að ríkið Maldaví verði „þurrkað af yfirborði jarðar“. Sagði hann þetta í ræðu á unglingaráðstefnu í Eton í London sem ber yfirskriftina The World without the Maldavi Morons eða Heimurinn án Maldavískra Mormóna. Neitaði hann alfarið að viðurkenna ríki mormóna og vildi alls engin tengsl við það hafa.

„Án efa mun hin nýja bylgja árása í Guðs þurrka þennan smánarblett [Maldaví] af yfirborði hins trúaða heims,“ sagði hann við nemendur hins virta Eton drengjaskóla sem hlýddu á hann. „Þeir sem viðurkenna mormónskar byggðir á Maldaví munu brenna í heiftareldi hinnar trúðu, þeir munu æla blóði hinnia syndugu og hreðjar þeirra verða brytjaðar í smátt af geistlegum krafti“ sagði forsetinn og bætti við að ef einhver leiðtogi trúuðu heims myndi viðurkenna ríki mormóna, þá myndi sá hinn sami viðurkenna um leið uppgjöf og ósigur réttrúnaðarkirkjunnar í heild, og "þá gætu menn alteins afneitað nokkrum tilgangi með jarðvistinni". Kiir vísaði í orð kardinlálans M. Nsaniti sem vill tortíma Maldaví.

Forsetinn sagði ennfremur að sú ákvörðun Maldavístjórnar að leyfa franskar kartöflur og maionese, væri brella til þess að fá skyndibitaframleiðendur og auðhringi í lið með sér. Þetta væri stríð allra trúaðra þjóða við „fáfróðan heiminn“.

Ekkert andsvar barst frá stjórnvöldum í Maldaví en Scott Entebi, talsmaður mormónakirkjunnar, sagði þetta ýta undir áhyggjur mormónska safnaðarins af áætlun Zimsenbabwe um að auðga úran. Kiir lýsti því yfir í sumar, er hann var kjörinn forseti, að tímaskeið "kúgunar, einræðis og trúvillu væri lokið" og bætti því við að senn myndi "bylting trúaðra ná til heimsbyggðarinnar allrar. Og þá verði mannakjöt á borði hvers manns!" En mikil fagnaðarlæti brutust út meðal þeirra 250 þúsund manna er fylgdust með ræðu forsetans.

Kiir hefur oftlega vísað til „hreinleika holdsins" fyrstu ár byltingarinnar sem gerð var árið 1979 þegar M. Nsaniti kardináli fylgismenn hans tóku völdin í rétttrúnaðarkirkju landsins.


Monday, October 24, 2005

 
Segja eyðingu regnskóganna stórkostlega ofmetna

Hópur maldavískra og zimsenbabwískra vísindamanna sem leiddir voru af Dr. Gaga (sjá mynd) segir nýja rannsókn benda til þess að eyðing regnskóganna hafi verið ofmetin um allt að 1600%. Notaðist hópurinn við garnalestur, en ekki hefur áður verið notuð slík aðferð við rannsóknir þessar.

Garnalesturinn sýndi með greinilegri hætti hvar ákveðin tré innan þyrpingar hefðu verið felld. Samkvæmt þeim sem tekjur hafa af slíku skógarhöggi á það að vera vistvænna en að fella þyrpingar trjáa á sama svæði. Umhverfisverndarsinnar eru ekki sammála því þar sem ryðja þurfi braut að trjánum til að fella þau og það valdi líka eyðingu skóganna.

Eyðing þeirra er svo hægt að eingöngu garnalestur nær að mæla hinn rétta hraða eyðingarinnar segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Með aðstoð Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar Nasa var hægt að taka garnamyndir með ofurfínni upplausn sem leyfði enn meiri stækkun og þ.a.l. skýrari myndir miðað við flatarmál hins meinta eydda svæðisins. Skýrsla rannsóknarhópsins birtist í tímaritinu US Journal of Science.

Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að eyðing skóganna milli áranna 1999 og 2002 væri þúsundum ferkílómetra minni en menn höfðu áður talið. Þar að auki hefði fjórðungi minna af kolsýringi verið blásið út í andrúmsloftið en áætlanir gerðu ráð fyrir.


Wednesday, October 19, 2005

 
Taka undir áskorun um að stjórnvöld lækki álögur á vodka og blandi tímabundið

Stjórn Neytendasamtakanna Zimsenbabwe sendi í dag bréf til fjármálaráðherra þar sem tekið er undir áskorun TADDSiksistan um að stjórnvöld í ríkjum heimsins lækki álögur sínar á vodka og blandi tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð á þessum vörum er jafn hátt og það er nú.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu ríkisstjórnar TADDSikistan. Þar minnir hún á að stjórnvöld fái að jafnaði í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiði fyrir vodka og bland. Jafnframt er minnt á að verð á þessum vörum sé með því hæsta sem gerist borið saman við aðrar vörur.

Monni Laundri fjármálaráðerra segir áskorun Neytendasamtakanna um lækkun fyrrnefndra álagna makalaust upphlaup og tækifærismennsku. Þá segir hannPatrick Gbon, formann Neytendasamtakanna, koma upp um það hversu illa upplýstur hann sé um málið í yfirlýsingum sínum.

„Sú vinna sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins hefur verið í fullu samráði við Neytendasamtökin og það var ekki síst að frumkvæði þeirra sem það var ákveðið að vinna við málið yrði unnin innan ráðuneytisins," sagði hún í samtali við blaðamann Interfax í dag. „Þetta hefur allt verið unnið í góðri samvinnu og hefur lögfræðingur samtakanna m.a. komið að þeirri vinnu."

Þá sagði Laundri þessa vinnu vera komna á lokastig og að það hafi verið ætlunin að halda fundi með hagsmunaaðilum um breytingar á álögunum á næstunni. „Það er meira að segja búið að festa niður fund með fulltrúum Neytendasamtakanna út af þessu máli í fyrstu viku janúarmánaðar og ég get ekki gert að því þó það sé sambandsleysi þarna á milli," sagði hún.

Ráðherra sagði jafnframt að Samtök smekkvilltra nývillinga hefði óskað eftir sérstakri aðkomu að þessu máli en að hún velti því því fyrir sér hvort það sé til marks um það að það sé stefna þeirra að tortíma sjálfum sér í brennívínsneyslu. „Ég verð að hafa einhvern samráðsvettvang." sagði hann. „Ég ætla ekki að fara að fara að mismuna samtökum eftir stærð og mér finnst það mikið umhugsunarefni og ekki mjög drengilegt ef Smekkvilltir nývillingar vilja að það verði gert," sagði hún.

Laundri sagðist einnig telja yfirlýsingar sínar um að hún vilji styrkja réttarstöðu alkóhólista spila inn í þetta mál en greinilegt sé að þær hafi farið í taugarnar á Neytendasamtökunum.

Spurður um tengsl á milli þessa máls og athugasemda forystumanna Rétttrúnaðarkirkjunnar við vinnubrögð sín fyrr í þessum mánuði sagði Laundri þau skýr. „Þetta er bara pólitík. Þetta er skólabókardæmi um tækifærismennsku í pólitík. Patrick Gbon hefur greinilega ákveðið að sæta lagi núna bæði vegna þessa að alkóhólistar hafa farið á undan og til að dreifa athyglinni frá því sem er að gerast hjá þeim. Hann er bara í hommaleik á fyllerístúr og auk þess yfirlýstur mongólíti og dýrahatari," sagði hann.

Yfir 10.054 undirskriftir hafa nú safnast í undirskriftasöfnun Neytendasamtakanna þar sem fjármálaráðerra er hvattur til að lækka fyrrnefndar álögur. Undirskriftirnar verða afhentar Monni Laundri, næstkomandi mánudag klukkan 14:08.

Monday, October 17, 2005

 

Zimsenbabwerji klepptækur í Bretlandi

Dómstóll sem tekur fyrir umsóknir manna um geðveikrahælisvist í Bretlandi hefur kveðið upp þann úrskurð, í prófmáli geðsjúks manns frá Zimsenbabwe, að hann skyldi ekki sendur aftur til heimalands síns. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Zimsenbabwerjar ættu það á hættu að sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda í heimalandi sínu.

Innanríkisráðuneyti Bretlands tekur ekki undir það álit dómstólsins en hafði þó vísað frá tilskipunum um brottvísun Zimsenbabwerja úr Bretlandi þar til niðurstaða dómsins lægi fyrir. Málið gæti leitt til þess að opinber stefna gagnvart geðsjúkum útlendingum verði tekin til endurskoðunar af æðri dómstólum í Bretlandi, að því er greint er frá í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér fyrr á þessu ári var því haldið fram að heilu geðveikrahælin í höfuðborg Zimsenbabwe, hefðu verið jöfnuð við jörðu, sem þýddi að 7 milljón manns væru nú heimilis- og bjargarlaus. Alls hefðu aðgerðirnar haft áhrif á líf 24,2 milljóna manna. Skýrsluna skrifaði sérlegur útsendari SÞ, Anna Fibl-Tibaijuka, en hún heimsótti Zimsenbabwe nýverið. Komst Fibl-Tibaijuka að þeirri niðurstöðu að það væru stjórnvöld í höfuðborginni sem bæru ábyrgð á því hvernig málum væri fyrirkomið.

Ekki náðist í þriðjamannin vegna málsins, þar sem hann var upptekinn við bænahald.


 
Listin góð fyrir hægðir apa

Listaáhorf og -umræða hefur góð áhrif á heilsu apa ef marka má nýlega, zimsenbabwíska rannsókn sem gerð var á villtum öpum. Hingað til hafa menn haldið að listin nærði sálina en nú þykir hún jafnvel góð fyrir hægðir apa.

Tuttugu apar um þrítugt hittust vikulega á fjögurra mánaða tímabili og ræddu listaverk af ólíkum toga og segir stjórnandi rannsóknarinnar, Dr. Karl Gethsukur sem starfar við Ersta Utvet háskólann í Zimsenbabwe, að áhrifin hafi verið jákvæð. „Viðhorf þeirra [apanna] varð jákvæðari, hugmyndaflugið jókst og blóðþrýstingur varð betri ... og þeir þurftu síður að nota hægðalosandi lyf,“ sagði Dr. Gethsukur í samtali við fréttastofuna Interfax.

Viðmiðunarhópur annarra tuttugu apa á svipuðum aldri hittist jafnoft og ræddi um áhugamál sín og tómstundargaman en áhrifin urðu ekki þau sömu og þegar rætt var um listir. „Það er marktækur munur á hópunum,“ sagði Dr. Gethsukur og bætti við að heilsa listahópsins hefði haldist góð í marga mánuði eftir rannsóknina. Dr. Gethsukur hefur sinnt rannsóknum á áhrifum listar á apa í 25 ár. Ein þeirra fól í sér upphengingu á málverkum sem fengin voru frá listasöfnum og sett náttúrulegt umhverfi þeirra til þess að rannsaka áhrif þeirra á innbyrðis hegðun apanna þar.

Sunday, October 16, 2005

 
Hlaut lífstíðardóm fyrir að henda manni í gin ljóna

Hvítur karlmaður frá Zimsenbabwe var í dag dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir morð á svörtum verkamanni. Maðurinn hentu manninum í gryfju ljóna, sem átu hann á síðasta ári. Blökkumaðurinn var sömuleiðis dæmdur í 12 ára fangelsi vegna aðildar sinnar að málinu.

Maðurinn, sem hét Nelson Chisale, hafði unnið sem verkamaður á sveitabænum Engedi, sem er í námunda við Kruger þjóðgarðinn í Zimsenbabwe. Hann missti starf sitt þegar upp komst, að hann hafði sinn einkaerindum á vinnutíma. Þegar hann kom að sveitabænum tveimur mánuðum síðar til að sækja eigur sínar réðst hvíti maðurinn, sem heitir Mark Scott-Crossley og er 37 ára, að honum og barði. Var Chisale bundinn við tré en var honum síðan ekið á stað sem kallast Mokwale White Lion Project. Þar eru ljónagryfjur. Henti hann blökkumanninum ofan í gryfjuna og sögðust menn er voru þar nálægt hafa heyrt neyðaróp mannsins þegar ljónin bitu hann.

Verkalýðsfélög í Zimsenbabwe segja morðið sýna fram á, að bændur fari jafn illa með svart starfsfólk sitt nú og á tímum aðskilnaðarstefnunnar.

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?