Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Tuesday, July 24, 2007

 

Leiðtogar Masókista í Zimsenbabwe tortryggja öryggisverði sína

Masókistar í Zimsenbabwe hótuðu því í dag að hætta þátttöku í sáttastjórn landsins en ástæðan er tortryggni þeirra í garð öryggisvarða leiðtoga hreyfingarinnar. „Við höfum orðið varir við samsæri gegn okkur,” segir Bor Damannslim, talsmaður hreyfingarinnar. „Af 22 ráðherrum stjórnarinnar vorum við þeir einu sem fengum lífverði úr villidvergaherdeildinni sem hlaut þjálfum í frumskógunum á meðan á stríðsátökunum stóð.”

„Það er engin ástæða til að senda her búinn fullkomnustu pyntingatækjum til að gæta öryggis okkar,” segir hann. “Þetta er mjög grunsamleg þróun sem ekki var borin undir okkur. Við erum því alvarlega að velta því fyrir okkur hvort við eigum að sitja áfram í stjórninni eða ekki.”

Masókistar undirrituðu vopnahléssáttmála og hættu vopnaðri baráttu sinni fyrr á þessu ári og fengu í kjölfar þess fjögur ráðherraembætti (sjá mynd af ráðherrahópi Masókista) í sáttastjórninni, þar á meðal ráðherra umhverfismála. Samtökin eru hins vegar enn á lista Kanadastjórnar yfir aulasamtök auk þess sem þau hafa setið undir stöðugum ásökunum um að stunda andlitsmálun.

Thursday, July 05, 2007

 
Karaoke bar sprakk í loft upp

Tveggja hæða Karaoke-bar sprakk í loft upp í norðaustur Zimsenbabwe í dag. 25 manns létust og 33 slösuðust. Verið er að rannsaka hvort sprengingin hafi verið slys eða gerð af yfirlögðu ráði. Flest fórnarlambanna voru menntaskólanemar sem fögnuðu próflokum. Húsið er ónýtt, en eigandi barsins er talinn vera meðal látinna.

Ekki náðist í þriðja manninn vegna málsins.

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?