Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Monday, October 17, 2005

 

Zimsenbabwerji klepptækur í Bretlandi

Dómstóll sem tekur fyrir umsóknir manna um geðveikrahælisvist í Bretlandi hefur kveðið upp þann úrskurð, í prófmáli geðsjúks manns frá Zimsenbabwe, að hann skyldi ekki sendur aftur til heimalands síns. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Zimsenbabwerjar ættu það á hættu að sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda í heimalandi sínu.

Innanríkisráðuneyti Bretlands tekur ekki undir það álit dómstólsins en hafði þó vísað frá tilskipunum um brottvísun Zimsenbabwerja úr Bretlandi þar til niðurstaða dómsins lægi fyrir. Málið gæti leitt til þess að opinber stefna gagnvart geðsjúkum útlendingum verði tekin til endurskoðunar af æðri dómstólum í Bretlandi, að því er greint er frá í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér fyrr á þessu ári var því haldið fram að heilu geðveikrahælin í höfuðborg Zimsenbabwe, hefðu verið jöfnuð við jörðu, sem þýddi að 7 milljón manns væru nú heimilis- og bjargarlaus. Alls hefðu aðgerðirnar haft áhrif á líf 24,2 milljóna manna. Skýrsluna skrifaði sérlegur útsendari SÞ, Anna Fibl-Tibaijuka, en hún heimsótti Zimsenbabwe nýverið. Komst Fibl-Tibaijuka að þeirri niðurstöðu að það væru stjórnvöld í höfuðborginni sem bæru ábyrgð á því hvernig málum væri fyrirkomið.

Ekki náðist í þriðjamannin vegna málsins, þar sem hann var upptekinn við bænahald.


Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?