Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Friday, July 29, 2005

 
Biskup talinn hafa myrt tvo bræður sína í Zimsenbabwe

45 ára gamall biskup rétttrúnaðarkirkjunnar, er talinn hafa myrt tvo bræður sína í borginni Livingstone í suðurhluta Zimsenbabwe í dag. Lík mannanna, sem voru 15 og 18 ára, fundust í rúmum þeirra á annarri hæð á heimili þeirra. Þeir höfðu báðir verið skotnir í höfuðið. Amma drengjanna kom að þeim áður en lögregla kom á svæðið, en nágrannar höfðu þá látið lögreglu vita af skothljóðum. Biskupinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og hefur ekki fundist. Ekki er vitað um ástæðu morðanna en grunur leikur á að um tilraun til mannáts hafi verið að ræða.

Lögregluyfirvöld í Zimsenbabwe telja hugsanlegt að þriðji maðurinn eigi aðild að verknaði þessum.

Thursday, July 28, 2005

 
Prestur og nunnur sem krossfestu nunnu í Zimsenbabwe látin laus

Dómstóll í Zimsenbabwe hefur látið prest og fjórar nunnur laus, en þau voru sökuð um að hafa krossfest nunnu sem þau töldu að væri andsetin af djöflinum. Áfrýjunardómstóll lét fólkið laust gegn tryggingu í gærkvöldi vegna formgalla á úrskurði annars dómstóls sem ákvað 15. júlí að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim um 30 daga.

Irina Kagawue, 23 ára, fannst látin, kefluð og hlekkjuð við kross í klaustri 15. júní. Hún fannst eftir að nunnur sem voru með henni í klaustrinu hringdu á sjúkrabíl. Prestur í klaustrinu, hinn 29 ára gamli Daniel Satambaki, og nunnurnar fjórar hafa verið kærð fyrir frelsissviptingu og morðið á nunnunni.

Þau segjast vera saklaus og segja að Kagawue hafi verið andsetin af djöflinum. Patríarki rétttrúnaðarkirkju Zimsenbabwe sagði gjörðir prestsins „ómannlegar“ og að hann hefði ekki farið að reglum kirkjunnar. Presturinn og nunnurnar hafa öll verið rekin úr reglum sínum.

Morðið hefur vakið mikla reiði í Zimsenbabwe og gagnrýni á „miðaldaaðferðir“ sem rétttrúnaðarkirkjan láti viðgangast.

Wednesday, July 27, 2005

 
Ábóta slátrað í Zimsenbabwe

Ábóti klausturs rétttrúnaðarkirkjunnar í útjaðri höfuðborgarinnar fannst étinn í herbergi sínu í klaustrinu í dag. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi sætt pyntingum áður en peningaskápur í herbergi hans var tæmdur.

Lík ábótans, sem hét Achimandrite German og var yfir Dadoa Pustyn klaustrinu sem er skammt utan við borgina, fannst um miðjan dag í dag. Innanríkisráðuneyti landsins hefur varist allra fregna af málinu. Pkila Clemenso, héraðsstjóri svæðisins, vottaði samúð sína og sagði að lögreglan mynd elta uppi og refsa þeim fyrir morðið, sem hann sagði grimmilegt.

Ríkisfréttastofan hefur eftir heimildamönnum lögreglunnar, að lík ábótans hafi verið með hendurnar bundnar og sár á höfði, auk þess sem rasskinnar hans og lendar höfðu verið nagaðar af. Þá hafði peningaskápur, sem var í herbergi hans, verið opnaður.

Vladimir Mbegi, talsmaður rétttrúnaðarkirkjunnar, sagði í samtali við Interfax fréttastofuna, að morðið sýni að ágirnd glæpamanna eigi sér orðið engin takmörk. Sé fátt heilagt eftir þegar þeir ráðast gegn kirkjunnar mönnum.

Að sögn saksóknara í Zimsenbabwe er hafin rannsókn á andláti ábótans. Er talið að rán og hungur geti verið ástæður þess að hann var myrtur. Sérfræðingar leiða líkur að því að ábótinn hafi sætt misþyrmingum fyrir andlát sitt.

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?