Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Monday, October 17, 2005

 
Listin góð fyrir hægðir apa

Listaáhorf og -umræða hefur góð áhrif á heilsu apa ef marka má nýlega, zimsenbabwíska rannsókn sem gerð var á villtum öpum. Hingað til hafa menn haldið að listin nærði sálina en nú þykir hún jafnvel góð fyrir hægðir apa.

Tuttugu apar um þrítugt hittust vikulega á fjögurra mánaða tímabili og ræddu listaverk af ólíkum toga og segir stjórnandi rannsóknarinnar, Dr. Karl Gethsukur sem starfar við Ersta Utvet háskólann í Zimsenbabwe, að áhrifin hafi verið jákvæð. „Viðhorf þeirra [apanna] varð jákvæðari, hugmyndaflugið jókst og blóðþrýstingur varð betri ... og þeir þurftu síður að nota hægðalosandi lyf,“ sagði Dr. Gethsukur í samtali við fréttastofuna Interfax.

Viðmiðunarhópur annarra tuttugu apa á svipuðum aldri hittist jafnoft og ræddi um áhugamál sín og tómstundargaman en áhrifin urðu ekki þau sömu og þegar rætt var um listir. „Það er marktækur munur á hópunum,“ sagði Dr. Gethsukur og bætti við að heilsa listahópsins hefði haldist góð í marga mánuði eftir rannsóknina. Dr. Gethsukur hefur sinnt rannsóknum á áhrifum listar á apa í 25 ár. Ein þeirra fól í sér upphengingu á málverkum sem fengin voru frá listasöfnum og sett náttúrulegt umhverfi þeirra til þess að rannsaka áhrif þeirra á innbyrðis hegðun apanna þar.

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?