Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Wednesday, July 27, 2005

 
Ábóta slátrað í Zimsenbabwe

Ábóti klausturs rétttrúnaðarkirkjunnar í útjaðri höfuðborgarinnar fannst étinn í herbergi sínu í klaustrinu í dag. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi sætt pyntingum áður en peningaskápur í herbergi hans var tæmdur.

Lík ábótans, sem hét Achimandrite German og var yfir Dadoa Pustyn klaustrinu sem er skammt utan við borgina, fannst um miðjan dag í dag. Innanríkisráðuneyti landsins hefur varist allra fregna af málinu. Pkila Clemenso, héraðsstjóri svæðisins, vottaði samúð sína og sagði að lögreglan mynd elta uppi og refsa þeim fyrir morðið, sem hann sagði grimmilegt.

Ríkisfréttastofan hefur eftir heimildamönnum lögreglunnar, að lík ábótans hafi verið með hendurnar bundnar og sár á höfði, auk þess sem rasskinnar hans og lendar höfðu verið nagaðar af. Þá hafði peningaskápur, sem var í herbergi hans, verið opnaður.

Vladimir Mbegi, talsmaður rétttrúnaðarkirkjunnar, sagði í samtali við Interfax fréttastofuna, að morðið sýni að ágirnd glæpamanna eigi sér orðið engin takmörk. Sé fátt heilagt eftir þegar þeir ráðast gegn kirkjunnar mönnum.

Að sögn saksóknara í Zimsenbabwe er hafin rannsókn á andláti ábótans. Er talið að rán og hungur geti verið ástæður þess að hann var myrtur. Sérfræðingar leiða líkur að því að ábótinn hafi sætt misþyrmingum fyrir andlát sitt.

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?