Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Thursday, July 28, 2005

 
Prestur og nunnur sem krossfestu nunnu í Zimsenbabwe látin laus

Dómstóll í Zimsenbabwe hefur látið prest og fjórar nunnur laus, en þau voru sökuð um að hafa krossfest nunnu sem þau töldu að væri andsetin af djöflinum. Áfrýjunardómstóll lét fólkið laust gegn tryggingu í gærkvöldi vegna formgalla á úrskurði annars dómstóls sem ákvað 15. júlí að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim um 30 daga.

Irina Kagawue, 23 ára, fannst látin, kefluð og hlekkjuð við kross í klaustri 15. júní. Hún fannst eftir að nunnur sem voru með henni í klaustrinu hringdu á sjúkrabíl. Prestur í klaustrinu, hinn 29 ára gamli Daniel Satambaki, og nunnurnar fjórar hafa verið kærð fyrir frelsissviptingu og morðið á nunnunni.

Þau segjast vera saklaus og segja að Kagawue hafi verið andsetin af djöflinum. Patríarki rétttrúnaðarkirkju Zimsenbabwe sagði gjörðir prestsins „ómannlegar“ og að hann hefði ekki farið að reglum kirkjunnar. Presturinn og nunnurnar hafa öll verið rekin úr reglum sínum.

Morðið hefur vakið mikla reiði í Zimsenbabwe og gagnrýni á „miðaldaaðferðir“ sem rétttrúnaðarkirkjan láti viðgangast.

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?