Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Tuesday, November 14, 2006

 
Fóstruráð hinnar upplýstu alræðisstjórnar Zimsenbabwe hefir ályktað:

Framvegis er öllum fjöl-og einmiðlum, ljósvaka- og prentmiðlum, hvort sem eru í ríkis eða einkaeigu, að hálfu eða heilu, öllu eða engu, meinað að kyngreina fólk í fréttaflutningi sínum. Kyngreindar fréttir ala á kynbundnum staðalímyndum og fordómum. Dæmin sýna, svo ekki verður um villst, að tíðar fréttir af nauðgunum, misneytingum og öðrum ofbeldisverkum karlmanna ala á þeirri staðalímynd að karlar séu nauðgarar og misneytendur og karlgera valdmenninguna. Nauðgarinn og misneytandinn verður að órjúfanlegum þætti í félags- og sjálfsmynd karlmanna og hvetur þá til nauðgana og misneytinga eigi þeir að uppfylla karlmennsku sína. Konur eru hvattar, að sama skapi, til að vera fórnarlömb nauðgana og misneytinga, einungis með því séu þær trúar eðli sínu sem þolendur, verknaðarandlag karlmanna. Þetta eru hinir sjálfhverfu kynjafordómar. Hinir úthverfu kynjafordómar birtast í tortryggni kynja í millum sem birtast með þeim hætti að konur víla það fyrir sér stíga upp í bíla með ókunnugum mönnum af ótta við að þær muni verða fórnarlömb nauðgana og misneytinga. Þetta altæka bann er að áliti Ráðsins eina leiðin til að kveða hina hefðbundnu eðlishyggju sem heldur uppi kynjagoðsögnum í kútinn.

Enn fremur beinir Ráðið, undir forystu Benjamin N. Oname (sjá mynd) þeim tilmælum til allra fyrrgreindra miðla, en aukinheldur framleiðenda námsgagna fyrir grunn- og framhaldsskóla, að fréttir og frásagnir af glæpum, hernaði, styrjöldum og mannréttindabrotum í erlendum ríkjum verði með öllu aflagðar þar sem þær kynnu að ala á útlendingaandúð meðal þegna Zimsenbabwe.

Eins og ofangreind dæmi sanna og almennar vísindalegar rannsóknir hafa sýnt með óyggjandi hætti er fólki ekki treystandi til að draga skynsamlegar ályktanir út frá sértækum en þó iðulega sláandi undantekningartilfellum. Fólk hefir þvert á móti tilhneigingu til að heimfæra hið sértaka yfir á hið almenna.

Fóstruráðið telur að með þessum hófsömu aðgerðum verði hægt að bjarga íbúum upplýsta alræðisríkissins Zimsenbabwe frá ótta fáfræðinnar til öryggis hinnar vísindalegu aðferðar.

Comments:
helvítis tjellingar
 
Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?