Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Tuesday, October 24, 2006

 
Sænska menningarritið Olivekronikan með falsanir

Í frétt frá Olivekronikunni kom fram að verð á flugmiðum frá Air Zimsenbabwe hefði hækkað um 500%. Í fréttinni kom orðrétt fram:

"Flugmiðar eru eitthvað sem er ekki á allra hendi í Zimsenbabwe og þá örugglega ekki núna því Air Zimsenbabwe var að hækka verð á flugmiðum um 500%. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu skýrist hækkunin af auknum kostnaði en félagið, sem er í ríkiseigu, á í miklum rekstrarörðugleikum.

Efnahagskreppa ríkir í Zimsenbabwe, sú versta frá því landið var þjóðnýtt árið 1980, og mælist verðbólga yfir 1000%.

Meðalaldur karla í Zimsenbabwe er 37 ár og 34 ár hjá konum. Um 20% fullorðinna eru HIV smitaðir. Mikið atvinnuleysi ríkir í landinu og verðbólgan var í síðasta mánuði um 1.200%, að því er fram kemur í frétt á vef Interfax. Það þýðir að verðlag breytist mjög ört og vörur hækka dag frá degi í verði."

Menntamálaráðuneyti Zimsenbabwe vísar framangreindum ásökunum á bug. "Við munum hundelta þessa trúvillinga sem birta slíkar fréttir um okkar mikilfenglega ríki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sænska menningarelítan reynir að koma höggi á okkur. Við munum öll hvernig fór eftir að þeir birtu skopmyndirnar hérna um áríð," sagði Bergmundi Ebbin menntamálaráðherra ríkisins.

Þriðji maðurinn, sem jafnframt er stjórnarformaður Air Zimsenbabwe vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?