Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Thursday, September 28, 2006

 
Mannæta kærð fyrir óhefðbundar kennsluaðferðir

Mannæta sem er kennari í líffærafræði við Matvælaháskólann í Zimsenbabwe hefur verið kærð fyrir að hafa tekið iður sín út og þvegið þau í miðri kennslustund. Kennarinn, Mannfirth S. Nrgalin, vildi með því leggja áherslu á námsefnið, en hann var að fræða nemendur um teygjanleika þarmanna. Nrgalin hneykslaði nemendur þó nokkuð en vildi með þessu sýna fram á mikilvægi iðranna til pylsugerðar og kveða niður fordóma gagnvart matvælum sem notuð hafa verið við pylsugerð, að því er Interfax greinir frá.

Kennarinn hafði áður tekið lifur úr dverg í tíma auk þess að hafa gefið sýnikennslu í nýrnabökugerð án samstæðra nýrna, sem þykir nýlunda í Zimsenbabwe. Þá bauð hann nemendum einnig að smakka pylsu sem gerð var úr föðurbróður hans. Þessi kennsla mun hafa fengið á marga nemendur sem fengu nokkrir flog og sumir stukku útum glugga af 2. hæð.

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?