Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Thursday, April 06, 2006

 
Of mikið bensín í gosdrykk

Í febrúar kom í ljós að gos og djús með appelsínubragði getur innihaldið bensín, krabbameinsvaldandi efni sem er bannað í matvælaiðnaði. Niðurstöðurnar hafa m.a. vakið athygli í Svíþjóð og á vegum Interfax voru fjórar gostegundir rannsakaðar í þessu tilliti.

Niðurstöðurnar lágu fyrir í byrjun apríl og í ljós kom að appelsínugosdrykkurinn Satan innihélt 200 míkrógrömm af bensíni. Hámarksgildi bensíns í drykkjarvatni er 0,1 míkrógramm samkvæmt viðmiðunarreglum ESB en engar reglur eru til um innihald í matvælum eða drykkjum, að því er fram kemur í Interfax. "Bensín er ekki náttúrulegt efni í gosi og ætti ekki að vera í gosi, þar sem það getur valdið krabbameini í fólki," segir Jahmla Dogan, eiturefnafræðingur hjá zimsenbabwíska matvælaeftirlitinu í samtali við Interfax. Bensín getur myndast í gosi sem inniheldur í senn askorbínsýru (c-vítamín undir heitinu E-300), natríumbensóat (rotvarnarefni undir heitinu E-211) og rotnandi plöntuleifar. Margir gosdrykkir og þykkni með appelsínubragði innihalda einmitt þessa blöndu, þó ekki hreinn appelsínusafi eða -þykkni.

Ekki náðist í fulltrúa fyrirtækjasamsteypunnar Bambinocide, sem framleiðir flestar gosdrykkjategundir í Zimsenbabwe, þar sem hann var á skíðum í Aspen, Colorado, með þriðjamanninum.


Comments:
Það sem hins vegar gleymist í öllu þessu eru hin hressandi áhrif þess að fá sér glas af napalmi og til hátíðarbrigða má hella napalmi í kokkteilglas og bera eld að. Napalm má líka bera á kroppinn.
 
Var þetta steinolía eða díeselbensín sem greindist?
 
Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?