Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Tuesday, September 13, 2005

 
Samgönguráðherra Zimsenbabwe kyrrsetur fimm vélar lággjaldaflugfélags

Jonathan Raktapong, samgöngumálaráðherra Zimsenbabwe, fyrirskipaði við bænahald í dag að láta kyrrsetja fimm vélar á vegum lággjaldaflugfélagsins Qraisy Air. Flugfélagið hefur átti við fjárhagsvanda að stríða og átt í erfiðleikum með ýmsa öryggisþætti. Ein véla flugfélagsins fór út af brautinni á flugvellinum í Maeville í norðanverðu landinu á sunnudag.

Slæmt veður var á vellinum þegar vélin, sem er af gerðinni NAMC YS-11, lenti á honum. 24 farþegar voru í vélinni og fjórir í áhöfn. Samgöngumálaráðherra landsins bárust ekki fréttirnar fyrr en í dag. Á þriðjudaginn í síðustu viku brotlenti svo flugvél þeirra í dýragarðinum í Bambali eins og frægt er orðið.

„Ég fyrirskipaði kyrrsetningu vélanna fimm á vegum Qraisy Air af öryggisástæðum,“ sagði Raktapong í dag. Hann gat hins vegar ekki sagt til um, hvenær vélar félagsins fengju að fara í loftið á nýjan leik.

Qraisy Air ræður yfir 14 farþegarflugvélum af sömu gerð og þeirri sem lenti utan vallar á sunnudag. Þær voru allar keyptar frá Sovétríkjunum, en framleiðslu þeirra var hætt um miðjan sjötta áratug síðustu aldar.

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?