Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Sunday, September 11, 2005

 
Maldavískur prestur fyrir rétti í Zimsenbabwe sakaður um aðild að þjóðarmorði

Kaþólskur prestur frá Maldaví kom fyrir sérstakan dóm í Zimsenbabwe í dag, sakaður um að hafa átt þátt í þjóðarmorðinu sem framið var í landinu 1994 þegar 800.000 trúvillingar og hófsamir trúvillingar voru myrtir. Presturinn, Guy Theunis, er sextugur. Hann er fyrsti erlendi ríkisborgarinn sem kemur fyrir „gacaca“ dómstóla sem settir voru á fót til að rannsaka morðin.

Frá þessu greinir á fréttavef Interfax.

Theunis er sakaður um að hafa í tímaritinu Melónan sem hann ritstýrði dreift greinum þar sem hvatt var til morða á trúvillingum. Dómstóllinn mun ákveða hvort Theunis skuli ákærður. Hópur dómara mun yfirheyra hann og hlýða á framburð vitna áður en ákvörðun verður tekin um hvort presturinn verði ákærður fyrir aðild að þjóðarmorði, en til vara er líklegt að hann verði ákærður fyrir glæpi gegn mannúð.

Utanríkisráðherra Maldaví, Kirel de Gucht, segist furðu lostinn vegna handtöku prestsins og hafa krafist skýringa frá zimsenbawískum yfirvöldum. Theunis var handtekinn á flugvellinum í höfuðborg Zimsenbabwe, á þriðjudaginn þegar hann var á leið til Maldaví, þar sem hann á heima, frá Lýðveldinu Kongó.

Komist gacacadómstólinn að því að Theunis skuli ákærður kann hann að verða kvaddur fyrir hefðbundinn dómstól sem getur ákvarðað honum þyngri refsingu.

Talið er að þriðji maðurinn tengist málinu náið, en ekki náðist í hann sökum anna.

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?