Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Sunday, September 04, 2005

 

Lögreglumaður myrtur í Zimsenbabwe: Hugðist svipta hulunni af trúvillingum

Yfirmaður lögregludeildar í Zimsenbabwe var myrtur í vikunni. Fjölskylda lögreglustjórans sagði hann hafa ætlað að svipta hulunni af þeim sem staðið hafa fyrir mannáti og útbreiðslu trúvillu í landinu. „Hann var tilbúinn til að greina frá nöfnum syndaranna,“ sagði Michael Sbekit, bróðir hans.

Maðurinn sem myrtur var hét Simon Sbekit. Hann var yfirmaður glæpadeildar lögreglunnar.

Byssumenn skutu Sbekit í námunda við höfuðstöðvar matvælaframleiðandans Bambinocide Co., á mánudag. Morðingjar hans flúðu af vettvangi á Skodabifreið. Þegar lögregla fann bíl þeirra skömmu síðar utan við borgarmörkin sprakk hann í loft upp. Hlutar af byssum, sem taldar eru hafa verið notaðar við morðin, fundust í braki bílsins.

Zimsenbabwe hefur löngum verið sakað um að vera hreiður trúvillinga. Þar viðgengst mikil spilling, mansal, mannát og smygl á sígarettum, svo eitthvað sé nefnt.

Interfax fréttastofan hefur eftir systur mannsins, en hún sagði að bróðir sinn hefði komist að mörgu um helstu trúvillinga landsins. Hafi hann greint yfirmönnum sínum frá uppgötvun sinni en þeir neitað að leyfa honum að svipta hulunni af þeim. Skömmu eftir morðið gerði lögreglan upptæk öll skjöl Sbekit sem varða rannsókn málsins sem hann geymdi á heimili sínu.

Fjölmiðlar leiða líkum að því, að morðið á lögreglumanninum hafi verið skipulagt af föngum sem dvelja innan múra í fangelsum borgarinnar en grímuklæddir lögreglumenn réðust inn í fangelsið, þar sem þeir eru vistaðir, og lúbörðu um 30 fanga á fimmtudag. Gagnrýnir fjölskylda mannsins fangelsisyfirvöld harðlega en föngum er leyft að nota farsíma.


Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?