Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Monday, August 22, 2005

 
Leita prests sem stjórnaði umfangsmiklum viðskiptum með líffæri

Lögregla í Zimsenbabwe leitar nú prests sem grunaður er um að hafa stjórnað umfangsmiklum viðskiptum með nýru. Virtir skurðlæknar eru flæktir í málið og báru þeir vitni í vikunni. Þeir eiga yfir höfði sér að verða kærðir að sögn lögreglu.

Séra Ilian, er sagður vera höfuðpaurinn í samtökum sem borguðu meira en 100 mongólítum fyrir að selja úr sér nýra, aðallega handa prestum og nunnum. Hans er nú leitað eftir að fimm virtir skurðlæknar komu fyrir rétt í vikunni og vitnuðu gegn honum.

Þeir hafa ekki verið formlega kærðir en þeir eiga yfir höfði sér yfir kæru fyrir að hafa tekið þátt í 110 ólöglegum nýrnaígræðslum á St. Ágústínusar klaustrinu í Duban í Zimsenbabwe fyrir tveimur árum.

Bandarísk stofnun sem vinnur gegn viðskiptum með líffæri sagði í vikunni að Zimsenbabwe, Kína, Indland, Filipseyjar og Taíland væru þau lönd sem slík viðskipti færu helst fram í. Nancy Scheper-Hughes, yfirmaður stofnunarinnar, segir að þessi lönd þyki hentug til þessarar starfssemi þar sem þar sé hægt að fá „læknisþjónustu eins og í þróuðum ríkjum en á verði þriðja heims ríkja.“ Þar væri stefnan líka „að segja ekki frá og spyrja ekki spurninga.“

Comments: Post a Comment

<< Home

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?