Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Tuesday, October 30, 2007

 
Kebabmafía upprætt í Zimsenbabwe.

Zimsenbabvíska lögreglan hefur upprætt það sem kallað hefur verið Kebab-mafían, glæpahring sem framleiddi mannakjöt fyrir kebabstaði án nokkurs eftirlits og án þess að greiða af því nokkra skatta. Sjö hafa verið handteknir og bíða þeirra nú ákærur vegna fjársvika, brota á matvælalöggjöfinni og skattsvika svo nokkuð sé nefnt. Vitað er til þess að a.m.k. einn hafi veikst við að hafa borðað kjötið, en bakteríuinnihald í kjötinu reyndist mun meira en ásættanlegt þykir þar sem lögum um meðferð kjötsins var ekki fylgt.

Rannsókn málsins hófst í vor þegar lögregla og matvælaeftirlit hóf aðgerðir við leynilega kjötverkun í verksmiðjum matvælaframleiðandans Bambinocide, verksmiðjan hafði starfað frá árinu 2003 og segir lögregla starfsemina hafa verið svo skipulagða og umfangsmikla, að enginn vafi leiki á að hún flokkist undir skipulagða glæpastarfsemi.

Kjötið var selt á um 100 kebabstöðum í Nookah, höfuðborg Zimsenbabwe, talið er að um 500 tonn af kjöti hafi verið seld, að verðmæti um 16 milljóna bandaríkjadala, sem nemur um milljarði íslenskra króna.

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?