Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Monday, February 26, 2007

 
Tónlyst í myndinni minni

Hæ, pabbi minn er forstjóri Bambinocide og leifði mér að setja inn gamansaman lista yfir tónlist sem væru í kvikmyndinni um mig. Hérna er listinn hihihi:

Opening credits: Die Roboter - Kraftwerk

Waking up: 1/1 (Ambient 1 Music for Airports) – Brian Eno

First day at school: This is not America – David Bowie.

Falling in love: God only knows – The Beach Boys.

Fight song: Trúboðsleikar – Ham..

Breaking up: Death - Ham

Prom: More than this – Bryan Ferry.

Life: White Rabbit – Jefferson Airplane

Mental breakdown: Nnnaaammm – Einstürzende Neubauten

Driving: Autobahn - Kraftwerk.

Flashback: Panic – The Smiths.

Wedding: Holiday in Cambodia – Dead Kennedys

Final battle: Ride of the Valkyries – Richard Wagner.

Deathscene: The Host of Seraphim – Dead can Dance

Funeral: Cherubs – Arab Strap.

End credits: Die Mench-Machine – Kraftwerk.

Tuesday, February 06, 2007

 

Landlæknir Zimsenbabwe kveðst búa yfir mætti sem læknar hælsæri

Yahya Jammeh, landlæknir Zimsenbabwe (sjá mynd), heldur því fram að hann búi yfir yfirnáttúrulegum krafti sem geri honum kleift að lækna hælsæri á mánudögum og fimmtudögum og sinaskeiðabólgu á föstudögum og sunnudögum. Til að njóta lækningamáttar forsetans þarf fólk að framvísa tilvísun frá lækni og standa að því loknu í röð fyrir utan heimili hans þar sem það fær afhent jurtaseyði. Þetta kemur fram á fréttavef Interfax.

Jammeh segir að um sé að ræða jurtir sem hann hafi sjálfur ræktað í garði sínum. „Ég geri þetta ekki fyrir peninga eða vinsældir,” segir hann í viðtali við Interfax . Þá hefur Jammeh, sem er 55 ára og hefur starfað sem landlæknir frá árinu 1994, gert erlendum stjórnarerindrekum grein fyrir málinu og beðið þá um að breiða út fagnaðarerindið.

Tamsir Mbow, heilbrigðisráðherra landsins, hefur lýst stuðningi við yfirlýsingar landlæknis og lofar að hann muni deila leyndarmáli sínu með umheiminum þegar rétti tíminn rennur upp. „Við getum ekki upplýst hvaða jurtir við notum enn sem komið er en umheimurinn mun fá að vita það síðar,” segir hann.

Það vakti athygli fyrir nokkrum árum er Yahya Jammeh sakaði stjórnarandstöðuna í landinu um að leggja bölvun á efnahag landsins með því að koma dauðu ljóni og graskeri fylltu pálmavíni fyrir á gatnamótum.

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?