Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Wednesday, May 04, 2005

 
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela útvarpsklukku

Hæstiréttur Zimsenbabwe hefur dæmt karlmann í 10 mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela útvarpsvekjaraklukku, að verðmæti 990.000 zbatki, í verslun Rúmfatalagersins í höfuðborginni.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn játaði brot sitt. Hann hafði fyrir réttu ári fengið 10.000 þúsund zbatki sekt fyrir annan þjófnað.

Tuesday, May 03, 2005

 
Eiginkona upplýsingaráðherrans undirstrikar alþjóðadag fjölmiðlafrelsis með sérstökum hætti

Lucy Kibaki, eiginkona Mwai Kibaki upplýsingaráðherra Zimsenbabwe, og öryggisverðir hennar réðust inn á ritstjórnarskrifstofur stærsta dagblaðs landsins í nótt. Þar læstu þau öllum dyrum og tóku farsíma af starfsmönnum á meðan frú Kibaki lét skömmum rigna yfir þá. Þá sló hún myndatökumann og krafðist handtöku fréttamanns sem hafði skrifað neikvæða frétt um hana.

Wangethi Mwangi, ritstjóri blaðsins, segir Kibaki og fylgdarlið hennar hafa verið á á skrifstofum blaðsins frá því um miðnætti og fram til klukkan fimm í morgun og að þau hafi haft minnisbækur, upptökutæki og myndavélar á brott með sér er þau yfirgáfu staðinn. Þá segir hann frú Kibaki hafa slegið margverðlaunaðan myndatökumann sem reyndi að festa uppákomuna á filmu.

Umfjöllun fjölmiðla um Kibaki um helgina mun hafa reitt hana til reiði, en þá er hún sögð hafa reynt að fá lögreglu til að binda enda á veislu fráfarandi fulltrúa landsins hjá Alþjóðabankanum, sem býr í næsta húsi við forsetahjónin, þar sem henni hafi fundist tónlistin of hávær.

Mwangi segir atvikið dæmi um þær aðstæður sem fréttamenn í landinu búi við, en dagurinn í dag er alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis. Alfred Mutua, talsmaður forsetans, neitaði hins vegar að tjá sig um atvikið í morgun.

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?