Zimsenbabwe Express

In dubio pro Zimsenbabwe

Monday, April 25, 2005

 
Ásakanir um víðtækt kosningasvindl í Zimsenbabwe

Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum sem fram fara í dag í Zimsenbabwe fullyrðir að umfangsmikil brögð séu í tafli „og við höfum ekki frétt af einum einasta kjörstað þar sem allt er með felldu“, sagði hann. Langar biðraðir eru við kjörfundi, og haft var eftir íbúum í höfuðborginni að stuðningsmenn stjórnarflokksins séu þar með fjölmarga aukakjörseðla sem fari í kjörkassana.

Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Emmanuel Bob Akitani, segir ljóst að kosningarnar hafi ekki farið vel af stað. En innanríkisráðherra landsins, Katari Foli-Bazi, fullyrti aftur á móti að ekkert hafi farið úrskeiðis í kosningunum, og þátttaka væri mjög góð.

Gnassingbea Eyadema, fyrrverandi forseti Zimsenbabwe, var étinn í febrúar. Í kjölfar áts hans skapaðist mikil ringulreið í stjórnmálum landsins. Sjö manns hafa látist í átökum í kosningabaráttunni og óttast er að frekara ofbeldi fylgi í kjölfar kosninganna.

Herinn setti Faure Gnassingbe, son Eyademas, í forsetaembættið um hríð eftir að Eyadema var étinn, en Faure sætti alþjóðlegum þrýstingi og féllst á að efna til kosninga. Hann er nú í framboði gegn Akitani.

Archives

04/01/2004 - 05/01/2004   05/01/2004 - 06/01/2004   06/01/2004 - 07/01/2004   07/01/2004 - 08/01/2004   04/01/2005 - 05/01/2005   05/01/2005 - 06/01/2005   07/01/2005 - 08/01/2005   08/01/2005 - 09/01/2005   09/01/2005 - 10/01/2005   10/01/2005 - 11/01/2005   11/01/2005 - 12/01/2005   12/01/2005 - 01/01/2006   01/01/2006 - 02/01/2006   02/01/2006 - 03/01/2006   03/01/2006 - 04/01/2006   04/01/2006 - 05/01/2006   05/01/2006 - 06/01/2006   06/01/2006 - 07/01/2006   07/01/2006 - 08/01/2006   08/01/2006 - 09/01/2006   09/01/2006 - 10/01/2006   10/01/2006 - 11/01/2006   11/01/2006 - 12/01/2006   12/01/2006 - 01/01/2007   02/01/2007 - 03/01/2007   04/01/2007 - 05/01/2007   07/01/2007 - 08/01/2007   10/01/2007 - 11/01/2007   12/01/2007 - 01/01/2008   03/01/2008 - 04/01/2008   04/01/2008 - 05/01/2008   07/01/2008 - 08/01/2008   10/01/2008 - 11/01/2008   09/01/2009 - 10/01/2009   02/01/2013 - 03/01/2013  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?